Enski boltinn

Suarez er leikmaður ársins að mati Mancini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, telur að Luis Suarez hafi verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Suarez var á dögunum dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic hjá Chelsea og spilar því ekki meira með Liverpool í ár.

Hann er einn þeirra leikmanna sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í kjöri leikmannasamtaka Englands.

„Hann gerði mistök og baðst afsökunar á þeim. Viltu drepa hann,“ sagði Mancini þegar hann kom Suarez til varnar.

„Ég þekki ekki hann persónulega en veit hvernig leikmaður hann er. Í ár var hann einn sá besti í ensku úrvalsdeildinni. Honum hefur verið refsað. Því máli er nú lokið.“

Niðurstaða kjörsins verður kunngjört í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×