Enski boltinn

Chelsea með þægilegan sigur á Swansea

Nordic Photos / Getty Images
Chelsea vann þægilegan sigur á Swansea, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.

Oscar skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn á markamínútunni þeirri 43.

Það tók Chelsea aðeins tvær mínútur að komast í 2-0 þegar Frank Lampard skoraði annað mark heimamanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins úr vítaspyrnu. Staðan var því 2-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur og náði hvorugt liðið að skora mark. Leiknum lauk því með öruggum sigri Chelsea sem er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 65 stig. Swansea er í því níunda með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×