Enski boltinn

Arsenal stóð heiðursvörð um meistara United | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Arsenal stóðu heiðursvörð um nýkrýnda meistara Manchester United fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta er hefð í ensku úrvalsdeildinni og vildi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virða hana. Meðal þeirra leikmanna sem gekk inn á völlinn undir lófataki leikmanna Arsenal var Robin van Persie, fyrrum leikmaður liðsins.

Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×