Enski boltinn

Luis Suárez gæti verið á leiðinni til Bayern Munich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Suárez í leik með Liverpool
Luis Suárez í leik með Liverpool Mynd. / Getty Images
Það bendir margt til þess að Bayern Munich ætli sér að fá Luis Suárez frá Liverpool í sumar. Suárez hefur verið mikið í fréttunum síðustu daga eftir að hafa verið dæmdur í langt leikbann. Það er því talið líklegt að leikmaðurinn vilji yfirgefa England og leika fyrir annað félag.

Þýskir fjölmiðlar fara mikinn um fréttir af félagsskiptunum og telja góðar líkur á því að framherjinn vilji leika fyrir Þýskalandsmeistarana á næsta tímabili.

Robert Lewandowski, leikmaður Dortmund, mun líklega ekki ganga í raðir FC Bayern sem ætti að renna stoðum undir þá kenningu að Suárez fari til félagsins.

Lewandowski, sem er 24 ára, gæti verið á leiðinni til Manchester United og margir fjölmiðlar vilja meina að það gefi í skyn að Wayne Rooney sé á leiðinni frá félaginu.

Luis Suárez gæti því verið á leiðinni frá Liverpool til Bayern Munich en leikmaðurinn var dæmdur í tíu leikja bann fyrir það að bíta leikmann Chelsea í miðjum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×