Enski boltinn

Ferguson: Scholes verður hjá félaginu á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Scholes á æfingu hjá United.
Paul Scholes á æfingu hjá United. Mynd / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, býður nú átekta eftir svari frá Paul Scholes hvort leikmaðurinn ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en hann verður 39 ára á árinu.

Ferguson hefur aftur á móti gefið það út að Scholes verði hjá félaginu á næsta tímabili, sem leikmaður eða í þjálfarateymi félagsins.

Scholes lagði upphaflega skóna á hilluna árið 2011 en kom til baka í janúar 2012 til að spila fyrir félagið.

„Við þurfum að bíða og sjá með Scholes,“ sagði Ferguson.

„Hann hefur ennþá gríðarlega hæfileika á vellinum og við viljum sjá hann spila á næstu leiktíð. Hann verður samt sem áður alltaf hluti af þessum klúbbi á næsta tímabili, það kemur bara í ljós í hvaða hlutverki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×