Enski boltinn

Mancini: Met skipta okkur engu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City,  hafði engan áhuga á því að ræða metið sem Manchester City jafnaði um helgina þegar liðið náði að skora í 48. heimaleiknum í röð.

Liðið bar sigur úr býtum gegn West-Ham, 2-1, á heimavelli og jöfnuðu þeir því met í ensku deildinni.

„Met skipta bara máli ef maður vinnur titla,“ sagði Mancini eftir leikinn.

„Þetta met skiptir mig engu máli. Vandamál okkar í vetur var að við skoruðum ekki nægilega mörg mörk til að verja titilinn.“

„Þetta hefur farið í taugarnar á mér í vetur, við erum að skora allt of fá mörk. Miðað við þau tækifæri sem við fengum í síðustu viku gegn Tottenham þá áttum við að vinna leikinn, en það tókst ekki og við töpuðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×