Enski boltinn

Bale vann tvöfalt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham, var í kvöld útnefndur besti og besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af ensku leikmannasamtökunum.

Bale er 23 ára gamall og er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni sem vinnur bæði verðlaun á sama árinu.

„Þetta er mikill heiður,“ sagði Bale. „Það verður varla betra en að vera valinn af samstarfsfélögum mínum.“

Aðrir sem voru tilnefndir voru Robin van Persie, Michael Carrick, Eden Hazard, Juan Mata og Luis Suarez. Bale hefur spilað frábærlega í ár og skorað nítján mörk í 29 leikjum fyrir Tottenham.

„Það eru merk nöfn á þessum lista en ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir í ár og knattspyrnustjórinn líka.“

Cristiano Ronaldo var valinn bæði bestur og efnilegastur árið 2007 og Andy Gray 30 árum áður. Ronaldo lék með Manchester United en Gray var hjá Aston Villa.

Bale var einnig valinn besti leikmaður tímabilsins fyrir tveimur árum síðan.

Úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar:

David De Gea (Manchester United)

Pablo Zabaleta (Manchester City)

Rio Ferdinand (Manchester United)

Jan Vertonghen (Tottenham)

Leighton Baines (Everton)

Eden Hazard (Chelsea)

Juan Mata (Chelsea)

Michael Carrick (Manchester United)

Gareth Bale (Tottenham)

Robin van Persie (Manchester United)

Luis Suarez (Liverpool)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×