Gylfi bestur og skoraði fallegasta markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2013 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki í leik með Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið rétt missti af heimsmetinu þegar liðið tapað seinni umspilsleiknum á móti Króatíu á dögunum. Strákarnir héldu út í ellefu lotur af tólf ef við notum hnefaleikalíkingamál landsliðsþjálfaranna Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar og undankeppni HM 2014 í Brasilíu er nú orðin sú sem aðrar undankeppnir verða hér eftir miðaðar við. Íslenska landsliðið er að stærstum hluta skipað ungum og hungruðum leikmönnum sem mættu fullir sjálfstraust til leiks að þessu sinni og ætla sér ekki minni afrek í næstu framtíð. Það verður þó örugglega ekki auðvelt verk að gera betur en undanfarna fimmtán mánuði.Þrír leikmenn íslenska liðsins voru inná allan tímann, það er spiluðu allar 90 mínúturnar í öllum tólf leikjunum. Þetta voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson og miðjumaðurinn Birkir Bjarnason. Aðrir leikmenn spiluðu minna þar sem leikbönn eða meiðsli áttu mikinn þátt í því að þeir gátu ekki verið með í öllum leikjunum. Fréttablaðið gerir upp undankeppnina í þessari frétt og þar má finna nokkrar útnefningar blaðmanna íþróttadeildarinnar fyrir þá leikmenn sem stóðu upp úr í þessari einstöku undankeppni.Besti leikmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra undankeppni með íslenska landsliðinu. Hann var markahæsti maður liðsins (ásamt Kolbeini), hann var einnig sá sem gaf flestar stoðsendingar, enginn var með hærri meðaleinkunn í Fréttablaðinu og enginn leikmaður liðsins skoraði flest sigurmörk liðsins í keppninni (tvö í útileikjum á móti bæði Albaníu og Slóveníu). Gylfi kom með beinum hætti að átta mörkum íslenska liðsins í undankeppninni, skoraði fjögur og lagði upp fjögur. Hann fékk níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í þremur leikjum, á móti Slóveníu (úti), á móti Sviss (úti) og Albaníu (heima).Fallegasta markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu í útleiknum á móti Slóveníu í mars. Mörkin hans Jóhanns Berg í Sviss eða sigurmark Gylfa beint úr aukaspyrnu í dembunni í Albaníu gerðu öll tilkall til þess að vera fallegasta markið. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki hægt að skora mikið flottari mark en það sem Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi á Stozice-leikvagninum í Ljubljana. Gylfi hitti boltann frábærlega og hann small af slánni og inn efsti í markhorninu, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Slóvena.Besta frammistaðan Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórkostlega þrennu í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss í Bern í september. Hvaða knattspyrnumaður sem er hefði getað verið að springa úr stolti yfir hverju þeirra marka hvað þá að skora þau öll í sama leiknum. Jóhann Berg innsiglaði þrennuna og tryggði íslenska liðinu endurkomujafntefli með því að skora með glæsilegu langskoti í uppbótartíma leiksins. Jóhann Berg er fyrsti og eini íslenski landsliðsmaðurinn sem nær að skora þrjú mörk í sama leik í undankeppni stórmóts.Óvæntasta útspilið Ari Freyr Skúlason er sá leikmaður íslenska liðsins sem að okkar mati bætti sig mest í keppninni en Ari Freyr eignaði sér vinstri bakvarðarstöðuna þegar leið á undankeppnina. Ari Freyr var þekktari sem miðjumaður með félagsliðum sínum en Lars Lagerbäck veðjaði á að skella honum í vinstri bakvörðinn með góðum árangri. Ari Freyr sýndi það í umspilsleikjunum við Króata hversu mikið hann hefur þroskast í þessari stöðu.Spútnikstjarnan Það vissu örugglega ekki margir hver Birkir Bjarnason var í upphafi undankeppninnar en endaði hana sem einn af markahæstu leikmönnum liðsins og eini miðju- og sóknarmaðurinn sem var inná vellinum alla keppnina. Birkir átti reyndar ekki góða leiki í umspilinu við Króata en var fram af því búin að sanna sig sem lykilmaður liðsins. Vinnusemin og dugnaðurinn var engu lík en jafnframt var hann einn af þeim leikmönnum liðsins sem reyndi alltaf að koma boltanum í spil.Mikilvægasti leikmaðurinn Íslenska landsliðið tapaði aðeins einum leik í undankeppnini með Kolbein Sigþórsson innanborðs og það var heimaleikur á móti Slóveníu þar sem liðið var án Gylfa Þórs Sigurðssonar (í leikbanni) og missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson af velli í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-2. Kolbeinn missti af upphafi keppninnar sem og síðasta einum og hálfa leiknum vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir rétt fyrir hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata. Ísland vann þrjá og gerði þrjú jafntefli í þessum sjö leikjum hans og Kolbeinn skoraði í fjórum síðustu leikjunum þar sem hann tók þátt í seinni hálfleik.Heilaga þrenningin í íslenska landsliðinu Mikilvægi þriggja leikmanna íslenska landsliðsins leynir sér ekki í tölfræði liðsins í undankeppni HM 2014. Þegar leiðtoginn Aron Einar Gunnarsson, leikstjórinn Gylfi Þór Sigurðsson og markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson voru inn á vellinum var sóknarleikur íslenska liðsins í túrbó-gírnum. Þeir félgar voru allir inná í 535 mínútur í leikjunum tólf í undankeppninni og þann kafla vann íslenska liðið 13-9. Þær 545 mínútur sem vantaði einhvern þeirra fóru hinsvegar 4-8 fyrir mótherjanna. Íslenska liðið skoraði þannig á 41,2 mínútna fresti með Aron, Gylfa og Kolbein alla á vellinum en það liðu 136,3 mínútur á milli marka þann hluta undankeppninnar sem vantaði upp á heilugu þrenningu íslenska liðsins. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið rétt missti af heimsmetinu þegar liðið tapað seinni umspilsleiknum á móti Króatíu á dögunum. Strákarnir héldu út í ellefu lotur af tólf ef við notum hnefaleikalíkingamál landsliðsþjálfaranna Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar og undankeppni HM 2014 í Brasilíu er nú orðin sú sem aðrar undankeppnir verða hér eftir miðaðar við. Íslenska landsliðið er að stærstum hluta skipað ungum og hungruðum leikmönnum sem mættu fullir sjálfstraust til leiks að þessu sinni og ætla sér ekki minni afrek í næstu framtíð. Það verður þó örugglega ekki auðvelt verk að gera betur en undanfarna fimmtán mánuði.Þrír leikmenn íslenska liðsins voru inná allan tímann, það er spiluðu allar 90 mínúturnar í öllum tólf leikjunum. Þetta voru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson og miðjumaðurinn Birkir Bjarnason. Aðrir leikmenn spiluðu minna þar sem leikbönn eða meiðsli áttu mikinn þátt í því að þeir gátu ekki verið með í öllum leikjunum. Fréttablaðið gerir upp undankeppnina í þessari frétt og þar má finna nokkrar útnefningar blaðmanna íþróttadeildarinnar fyrir þá leikmenn sem stóðu upp úr í þessari einstöku undankeppni.Besti leikmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra undankeppni með íslenska landsliðinu. Hann var markahæsti maður liðsins (ásamt Kolbeini), hann var einnig sá sem gaf flestar stoðsendingar, enginn var með hærri meðaleinkunn í Fréttablaðinu og enginn leikmaður liðsins skoraði flest sigurmörk liðsins í keppninni (tvö í útileikjum á móti bæði Albaníu og Slóveníu). Gylfi kom með beinum hætti að átta mörkum íslenska liðsins í undankeppninni, skoraði fjögur og lagði upp fjögur. Hann fékk níu í einkunn hjá Fréttablaðinu í þremur leikjum, á móti Slóveníu (úti), á móti Sviss (úti) og Albaníu (heima).Fallegasta markið Gylfi Þór Sigurðsson skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu í útleiknum á móti Slóveníu í mars. Mörkin hans Jóhanns Berg í Sviss eða sigurmark Gylfa beint úr aukaspyrnu í dembunni í Albaníu gerðu öll tilkall til þess að vera fallegasta markið. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki hægt að skora mikið flottari mark en það sem Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi á Stozice-leikvagninum í Ljubljana. Gylfi hitti boltann frábærlega og hann small af slánni og inn efsti í markhorninu, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Slóvena.Besta frammistaðan Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórkostlega þrennu í 4-4 jafnteflinu á móti Sviss í Bern í september. Hvaða knattspyrnumaður sem er hefði getað verið að springa úr stolti yfir hverju þeirra marka hvað þá að skora þau öll í sama leiknum. Jóhann Berg innsiglaði þrennuna og tryggði íslenska liðinu endurkomujafntefli með því að skora með glæsilegu langskoti í uppbótartíma leiksins. Jóhann Berg er fyrsti og eini íslenski landsliðsmaðurinn sem nær að skora þrjú mörk í sama leik í undankeppni stórmóts.Óvæntasta útspilið Ari Freyr Skúlason er sá leikmaður íslenska liðsins sem að okkar mati bætti sig mest í keppninni en Ari Freyr eignaði sér vinstri bakvarðarstöðuna þegar leið á undankeppnina. Ari Freyr var þekktari sem miðjumaður með félagsliðum sínum en Lars Lagerbäck veðjaði á að skella honum í vinstri bakvörðinn með góðum árangri. Ari Freyr sýndi það í umspilsleikjunum við Króata hversu mikið hann hefur þroskast í þessari stöðu.Spútnikstjarnan Það vissu örugglega ekki margir hver Birkir Bjarnason var í upphafi undankeppninnar en endaði hana sem einn af markahæstu leikmönnum liðsins og eini miðju- og sóknarmaðurinn sem var inná vellinum alla keppnina. Birkir átti reyndar ekki góða leiki í umspilinu við Króata en var fram af því búin að sanna sig sem lykilmaður liðsins. Vinnusemin og dugnaðurinn var engu lík en jafnframt var hann einn af þeim leikmönnum liðsins sem reyndi alltaf að koma boltanum í spil.Mikilvægasti leikmaðurinn Íslenska landsliðið tapaði aðeins einum leik í undankeppnini með Kolbein Sigþórsson innanborðs og það var heimaleikur á móti Slóveníu þar sem liðið var án Gylfa Þórs Sigurðssonar (í leikbanni) og missti fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson af velli í upphafi seinni hálfleiks í stöðunni 2-2. Kolbeinn missti af upphafi keppninnar sem og síðasta einum og hálfa leiknum vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir rétt fyrir hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata. Ísland vann þrjá og gerði þrjú jafntefli í þessum sjö leikjum hans og Kolbeinn skoraði í fjórum síðustu leikjunum þar sem hann tók þátt í seinni hálfleik.Heilaga þrenningin í íslenska landsliðinu Mikilvægi þriggja leikmanna íslenska landsliðsins leynir sér ekki í tölfræði liðsins í undankeppni HM 2014. Þegar leiðtoginn Aron Einar Gunnarsson, leikstjórinn Gylfi Þór Sigurðsson og markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson voru inn á vellinum var sóknarleikur íslenska liðsins í túrbó-gírnum. Þeir félgar voru allir inná í 535 mínútur í leikjunum tólf í undankeppninni og þann kafla vann íslenska liðið 13-9. Þær 545 mínútur sem vantaði einhvern þeirra fóru hinsvegar 4-8 fyrir mótherjanna. Íslenska liðið skoraði þannig á 41,2 mínútna fresti með Aron, Gylfa og Kolbein alla á vellinum en það liðu 136,3 mínútur á milli marka þann hluta undankeppninnar sem vantaði upp á heilugu þrenningu íslenska liðsins.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira