Enski boltinn

Barði hest í hausinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Newcastle voru allt annað en sáttir eftir 3-0 tap sinna manna gegn Sunderland á Englandi í gær. Svo fór að lögregla þurfti að handtaka 29 þeirra að leik loknum.

Stuðningsmennirnir köstuðu glerflöskum, flugeldum, múrsteinum og steinum í átt að lögreglu. Um grannaslag í Norður-Englandi var að ræða og mikið stolt undir.

„Þetta eru mestu óeirðir í miðborginni sem ég sef séð í marga áratugi," sagði einn lögreglumaðurinn við Guardian.



Einn stuðningsmaður Newcastle lét lögregluhest finna til tevatnsins með hnefahöggi og kveikt var í ruslafötum. Ástandið var svartast þegar stuðningsmenn Newcastle reyndu að sitja fyrir stuðningsmönnum Sunderland. Þrír lögreglumenn slösuðust í átökunum þar af einn alvarlega.

Sigur Sunderland var sá fyrsti undir stjórn Paolo di Canio. Ítalinn var afar líflegur á hliðarlínunni og fagnaðarlæti Ítalans voru eflaust ekki til þess að létta lund stuðningsmanna Newcastle.

Mörkin úr leiknum, sem voru stórglæsileg, má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.

Nordicphotos/AFP

Tengdar fréttir

Sunderland valtaði yfir Newcastle

Sunderland vann frábæran sigur á Newcastle, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á St. James' Park í Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×