Enski boltinn

Ævilangt bann fyrir ólæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn stuðningsmaður Newcastle ætlaði að láta lögregluhest finna til tevatnsins. Hestinn sakaði ekki.
Einn stuðningsmaður Newcastle ætlaði að láta lögregluhest finna til tevatnsins. Hestinn sakaði ekki.
Newcastle ætlar að taka harkalega á þeim stuðningsmönnum knattspyrnuliðs borgarinnar sem höfðu sig mest í frammi í óeirðum í miðbæ Newcastle í gær.

Newcastle tapaði 3-0 á heimavelli gegn erkifjendum sínum og grönnum frá Sunderland. Allt ætlaði um koll að keyra í miðborg Newcastle eftir leikinn líkt og fjallað var um á Vísi í morgun.

Í yfirlýsingu sem Newcastle hefur sent frá sér segir að félagið skammist sín fyrir „svokallaða stuðningsmenn félagsins". Félagið muni vinna með lögreglu að rannsókn málsins og þeir seku fái lífstíðarbann frá leikjum liðsins.

29 voru handteknir í óeirðunum í gær og fjórir lögreglumenn slösuðust.


Tengdar fréttir

Sunderland valtaði yfir Newcastle

Sunderland vann frábæran sigur á Newcastle, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á St. James' Park í Newcastle.

Barði hest í hausinn

Stuðningsmenn Newcastle voru allt annað en sáttir eftir 3-0 tap sinna manna gegn Sunderland á Englandi í gær. Svo fór að lögregla þurfti að handtaka 29 þeirra að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×