Enski boltinn

Fullyrðir að Rooney fari til PSG í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Mulin, sem þekkir vel til hjá franska félaginu PSG, segir öruggt að Wayne Rooney muni fara til PSG í sumar. Rooney leikur sem kunnugt er með Manchester United.

Rooney hefur verið orðaður við PSG undanfarnar vikur og mánuði. Enskir fjölmiðlar fullyrtu þegar að Rooney var settur á bekkinn fyrir mikilvægan leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu að hann væri á leið frá United.

„Ég get sagt ykkur að það er frágengið að Rooney komi til PSG í sumar. Hann mun spila í París á næsta tímabili,“ sagði Mulin sem starfið hjá PSG árið 2008.

Rooney á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við United en forráðamenn PSG eru stórhuga og ætla sér að ná langt á næstu árum.

Hann spilaði á miðjunni þegar að United vann Stoke í gær. Fremstir voru þeir Robin van Persie og Javier Hernandez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×