Enski boltinn

Var markið hjá Everton löglegt?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sylvain Distin taldi sig hafa komið Everton yfir gegn Liverpool á Anfield í dag. Mark hans eftir hornspyrnu Leighton Baines var hins vegar dæmt af.

Ekki liggur fyrir hvers vegna dómarinn Michael Oliver dæmdi markið af. Í fyrstu töldu menn að dæmd hefði verið bakhrinding á Distin. Oliver flautaði hins vegar áður en möguleg bakhrinding átti sér stað.

Velta má fyrir sér hvort brot hafi verið dæmt á Victor Anichebe fyrir brot á Pepe Reina, markverði Liverpool. Markvörðurinn spænski virtist þó aðeins renna til og Everton menn skiljanlega svekktir með að markið hafi verið dæmt af.


Tengdar fréttir

Mark dæmt af Everton og markalaust á Anfield

Liverpool og Everton gerðu markalaust jafntefli á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Everton því áfram með fimm stiga forskot á nágranna sína í Bítlaborginni. Það er því nánast öruggt að Everton endar ofar en Liverpool í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×