Fótbolti

FC Kaupmannahöfn meistari í tíunda sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rúrik Gíslason var í banastuði eftir að flautað var til leiksloka.
Rúrik Gíslason var í banastuði eftir að flautað var til leiksloka. Mynd/Twitter
FC Kaupmannahöfn tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Bröndby í 30. umferð dönsku deildarinnar. Kaupmannahöfn náði þar með tíu stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Ragnar Sigurðsson var traustur að vanda í vörn Kaupmannahafnar en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópnum og Rúrik Gíslason sat á bekknum allan leikinn.



Þriðja jafntefli Kaupmannahafnar í röð staðreynd en liðið hefur ekki tapað í fimm leikjum og náð í sjö stig í leikjunum fimm þar sem liðið hefur gert fjögur jafntefli og sigrað einn.



Bröndby er einu stigi frá fallsæti eftir stigið í dag og á í harðri baráttu við Horsens og Silkeborg um sæti í deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×