Enski boltinn

Giroud: Arsenal þarf ekki að kaupa framherja í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkinn Olivier Giroud tryggði Arsenal 1-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær en markið kom liðinu aftur í efsta sæti deildarinnar. Í leiknum á undan hafði Arsenal-liðið unnið 3-1 endurkomusigur á West Ham eftir frábæra innkomu frá Þjóðverjanum Lukas Podolski.

Það hefur talsvert verið skrifað um það að Arsenal þurfi að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum en franski landsliðsframherjinn er ekki sammála því.

„Við eigum leikmenn til að spila frammi. Lukas er að koma sterkur til baka eftir meiðslin, Theo getur spilað frammi (tvö mörk á móti West Ham) og við höfum bæði fjöldann og gæðin til þess að fylla þessar framherjastöður. Ef stjórinn vill hvíla mig þá eigum við menn til að leysa mig af. Ég vil helst ekki sjá nýjan framherja í janúar," sagði Olivier Giroud í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal+.

Giroud segist hugsa vel um sig og að hann þoli því mikið álag. „Ég verð alltaf að sinna endurheimtuninni, fá nudd, borða rétt og sofa nógu mikið. Þannig lifi ég. Ég er heppin að sleppa við meiðsli. Ég er með líkama sem þolir svona marga leiki," sagði Olivier Giroud.

Olivier Giroud var ekki búinn að skora í fimm deildarleikjum í röð þegar hann tryggði Arsenal sigurinn á Newcastle en kappinn er nú með 8 mörk í 18 leikjum á leiktíðinni auk þess að leggja upp fimm önnur fyrir félaga sína.

Það er hægt að sjá sigurmark Olivier Giroud á móti Newcastle með því að smella hér fyrir ofan.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×