Lífið

Spice Girls saman á ný?

Spice Girls
Spice Girls Getty
Spice Girls gætu verið að koma saman á ný, allavega ef að Scary Spice hefur eitthvað um málið að segja.

Scary Spice, eða Mel B, talaði nýverið við dagblaðið Daily Mail um framtíð hinnar ástsælu stúlknasveitar og hennar vonir um að þær komi saman á ný.

„Sannleikurinn er sá að ég var alltaf sú sem vildi að Spice Girls héldu áfram. Ég vildi ekki að þetta endaði og ég vil það ekki enn,“ sagði Mel B.

„Jafnvel þótt ég sé alltaf með minn eigin feril líka, er ég alltaf til í endurfundi. Alltaf.“

„Það er leiðinlegt að við séum ekki að gera meira saman sem hljómsveit,“ hélt söngkonan áfram.

Hvort að Spice Girls geti komið saman án Victoriu Beckham, sem hefur ekki sýnt mikinn áhuga á að koma aftur fram sem Posh Spice, sagði Mel B:

„Ég veit það ekki. Kannski. Það fer eftir ýmsu. En sveitin á 20 ára afmæli 2014 og það mun eitthvað gerast. Það vita allir að ég vil að við komum aftur saman. Ég trúi því að það komi til með að gerast einhverntímann.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.