Samfylkingin og Björt framtíð bæta við sig fylgi Brjánn Jónasson skrifar 4. nóvember 2013 06:00 Samfylkingin og Björt framtíð virðast vera að ná vopnum sínum og bæta við sig nokkru fylgi á síðustu mánuðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast samanlagt með 43,4 prósent. Þeir fengju miðað við það 28 þingmenn samanlagt, en eru í dag með 38. Yrði gengið til kosninga nú myndu stjórnarflokkarnir því missa meirihlutann, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Rúmur fimmtungur landsmanna, 20,8 prósent, styður Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Flokkurinn mældist með 14,4 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var dagana 26. og 27. júní. Kjörfylgið var enn lægra, en flokkurinn fékk 12,9 prósenta stuðning í alþingiskosningunum í vor. Flokkurinn fengi miðað við þetta 13 þingmenn, en er með níu í dag. Björt framtíð hefur einnig bætt við sig verulegu fylgi á síðustu mánuðum, og mælist nú með stuðning 13,7 prósenta. Kjörfylgi flokksins var 8,2 prósent, og hann mældist með svipað fylgi í síðustu könnun. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina fengi Björt framtíð níu þingmenn, en er með sex í dag.Fylgi Framsóknarflokksins hefur hríðfallið frá kosningum. Hann mælist nú með stuðning 16,7 prósenta kjósenda. Fylgið mældist 21 prósent í júní, og flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða í kosningunum í apríl. Framsóknarflokkurinn er með 19 þingmenn í dag en fengi 11 ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn, en í dag mælist hann með nákvæmlega jafn mikið fylgi og hann fékk í kosningunum í vor, 26,7 prósent. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í lok júní mældist flokkurinn með stuðning 31,3 prósenta kjósenda, og hefur fylgið því gefið eftir á síðustu mánuðum. Flokkurinn er með 19 þingmenn í dag og fengi 17 samkvæmt könnuninni, þrátt fyrir að mælast með sama fylgi og á kjördag. Ástæðan er önnur dreifing atkvæða hjá öðrum flokkum. Píratar bæta heldur við stuðninginn frá kosningum. Flokkurinn nýtur í dag stuðnings 7,2 prósenta landsmanna, en fékk 5,1 prósent í kosningunum. Hann mældist með litlu meira en kjörfylgi í júní. Flokkurinn myndi, miðað við þetta, bæta við sig einum þingmanni frá því sem nú er og fá fjóra menn kjörna. Athygli vekur að fremur fáir segjast nú myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi, þótt framboðið af öðrum flokkum hafi verið talsvert í síðustu kosningum. Aðeins 1,4 prósent segjast nú myndu kjósa annan flokk en þá flokka sem nú eiga sæti á Alþingi, en um tólf prósent kjósenda kusu einhvern annan flokk í síðustu kosningum. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Samfylkingin og Björt framtíð virðast vera að ná vopnum sínum og bæta við sig nokkru fylgi á síðustu mánuðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnarflokkarnir tapa fylgi og mælast samanlagt með 43,4 prósent. Þeir fengju miðað við það 28 þingmenn samanlagt, en eru í dag með 38. Yrði gengið til kosninga nú myndu stjórnarflokkarnir því missa meirihlutann, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Rúmur fimmtungur landsmanna, 20,8 prósent, styður Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Flokkurinn mældist með 14,4 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var dagana 26. og 27. júní. Kjörfylgið var enn lægra, en flokkurinn fékk 12,9 prósenta stuðning í alþingiskosningunum í vor. Flokkurinn fengi miðað við þetta 13 þingmenn, en er með níu í dag. Björt framtíð hefur einnig bætt við sig verulegu fylgi á síðustu mánuðum, og mælist nú með stuðning 13,7 prósenta. Kjörfylgi flokksins var 8,2 prósent, og hann mældist með svipað fylgi í síðustu könnun. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina fengi Björt framtíð níu þingmenn, en er með sex í dag.Fylgi Framsóknarflokksins hefur hríðfallið frá kosningum. Hann mælist nú með stuðning 16,7 prósenta kjósenda. Fylgið mældist 21 prósent í júní, og flokkurinn fékk 24,4 prósent atkvæða í kosningunum í apríl. Framsóknarflokkurinn er með 19 þingmenn í dag en fengi 11 ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn, en í dag mælist hann með nákvæmlega jafn mikið fylgi og hann fékk í kosningunum í vor, 26,7 prósent. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í lok júní mældist flokkurinn með stuðning 31,3 prósenta kjósenda, og hefur fylgið því gefið eftir á síðustu mánuðum. Flokkurinn er með 19 þingmenn í dag og fengi 17 samkvæmt könnuninni, þrátt fyrir að mælast með sama fylgi og á kjördag. Ástæðan er önnur dreifing atkvæða hjá öðrum flokkum. Píratar bæta heldur við stuðninginn frá kosningum. Flokkurinn nýtur í dag stuðnings 7,2 prósenta landsmanna, en fékk 5,1 prósent í kosningunum. Hann mældist með litlu meira en kjörfylgi í júní. Flokkurinn myndi, miðað við þetta, bæta við sig einum þingmanni frá því sem nú er og fá fjóra menn kjörna. Athygli vekur að fremur fáir segjast nú myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi, þótt framboðið af öðrum flokkum hafi verið talsvert í síðustu kosningum. Aðeins 1,4 prósent segjast nú myndu kjósa annan flokk en þá flokka sem nú eiga sæti á Alþingi, en um tólf prósent kjósenda kusu einhvern annan flokk í síðustu kosningum.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira