Enski boltinn

Ég mun snúa aftur til Liverpool

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez segist vera viss um að sá tími renni upp að hann muni taka við Liverpool á nýjan leik.

Benitez verður væntanlega atvinnulaus í sumar þegar samningur hans við Chelsea rennur út. Þar hefur hann ekki verið í miklu uppáhaldi en hann er í talsvert meiri metum hjá stuðningsmönnum Liverpool.

"Ég ætla að halda áfram að þjálfa sama hvort það verður hjá Chelsea eða annars staðar. Ég er alveg viss um að ég mun snúa aftur til Liverpool einn daginn. Ég veit bara ekki hvenær. Konan mín og dætur búa þar enn," sagði Benitez.

Hann hefur nánast staðfest að hann muni ekki vera í herbúðum Chelsea næsta vetur en vill þó ekki alveg slá því föstu.

"Við verðum að bíða og sjá hvað gerist."

Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×