Enski boltinn

Atletico neitar að tjá sig um Falcao

Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Spænska blaðið Marca birti frétt í morgun um að Man. Utd hefði náð samkomulagi við Atletico Madrid um kaup á kólumbíska framherjanum Radamel Falcao.

Hinn 27 ára gamli framherji er einn eftirsóttasti leikmaður heims. Hann er samningsbundinn Atletico til ársins 2016 en er með klausu í samningi sínum sem leyfir honum að fara ef félag greiðir yfir 50 milljónir punda fyrir hann.

Atletico Madrid hefur neitað að tjá sig um frétt Marca frá því í morgun. Flest stærstu félög hafa verið orðuð við Falcao í vetur. Þar á meðal Barcelona, Real Madrid, Chelsea og Man. City.

Ef fréttin reynist rétt verður Falcao dýrasti leikmaður í sögu Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×