Enski boltinn

Lucas framlengdi við Liverpool

Stuðningsmenn Liverpool kættust í dag þegar brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Hann hefur verið í herbúðum félagsins síðan sumarið 2007 er hann kom frá Gremio. Lucas hefur spilað 208 leiki fyrir Liverpool.

Hinn 26 ára gamli Lucas hefur greinilega trú á því sem Brendan Rodgers er að gera með liðið.

"Þetta er annar langtímasamningur en mér líður eins og þegar ég kom fyrst hingað. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að spila hérna. Það var ekki erfið ákvörðun að skrifa undir nýjan samning," sagði Lucas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×