Foreldrar óttast um öryggi barna Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2013 07:00 Móðir níu ára drengs sem var beittur líkamlegu ofbeldi af skólabróður sínum segir að auka þurfi úrræði fyrir börn með alvarlegar hegðunarraskanir. Úrræðaleysið bitni á öllum nemendum.nordicphotos/getty Kristín Ósk Hlynsdóttir, móðir ellefu ára drengs, sem greindur er með ofvirkni og athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun og kvíðaröskun, segir að núverandi skólakerfi henti syni sínum engan veginn. Kerfið sem hún talar um er skóli án aðgreiningar, yfirlýst menntastefna grunnskóla landsins. Markmið stefnunnar er göfugt eða að mæta ólíkum þörfum allra nemenda. Aftur á móti hefur reynt mjög á kennara og marga foreldra eftir að stefnan var innleidd. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudaginn fékk sonur Kristínar Óskar ekki hjálp fyrr en hann hafði ráðist á skólafélaga sinn sem er níu ára. Í sama blaði sagði Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, að aukið fjármagn þyrfti frá hinu opinbera til að tryggja nemendum viðeigandi umhverfi. Ólöf Önundardóttir, móðir níu ára drengsins, tekur undir með Kristínu Ósk um að núverandi kerfi sé ótækt. Hún segist strax hafa rætt við strákinn sinn eftir árásina og gert honum grein fyrir því að sá sem hafi ráðist á hann sé veikur.Tilefnið var augnsamband Að sögn Ólafar var tilefni árásarinnar sú að sonur hennar hafði horft í augun á drengnum sem beitti ofbeldinu, en það líkaði honum illa. Sami drengur hafði áður ráðist á son hennar en Ólöf bendir á að núverandi skólakerfi bitni ekki aðeins á nemendum með alvarlegar raskanir sem fá ekki viðeigandi hjálp. Aðrir nemendur líði einnig fyrir úrræðaleysi, oft með alvarlegum afleiðingum. „Ég tel að það þurfi aðeins að hugsa um hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér varðandi nemendur sem þurfa að sætta sig við að vera í skóla með svo veikum einstaklingum og eiga það jafnvel á hættu að vera lamdir í tíma og ótíma, svo við tölum ekki um kvíðann sem skólafélagarnir og foreldrar þeirra þurfa að burðast með.“Ekki við kennara að sakast Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn kom fram að fá úrræði eru í boði fyrir son Kristínar Óskar. Hún sagði skólakerfið ekki í stakk búið til að takast á við nemendur eins og son hennar sem þurfi mikla hjálp. Ólöf tekur undir orð Kristínar Óskar og segir að ekki sé við kennara og starfsfólk skólans að sakast. „Það er ekki við kennarana að sakast og aumingja barnið sem réðst á son minn er veikt og þarf hjálp eins og svo mörg önnur börn. En það eru engin úrræði til staðar, og á meðan þurfum við að taka sénsinn á að börnin okkar verði ekki fyrir ofbeldi og komi heil heim úr skólanum.“Neitaði að setja soninn í skólann Árásin sem sonur Ólafar varð fyrir var alvarleg og kom bekkjarsystkinum hans í mikið uppnám. „Þegar ég kom upp í skóla þá sat hann bara stjarfur á bekk, en þegar hann sá mig brotnaði hann algjörlega saman og fór að hágráta. Það var talað um að krakkarnir myndu fá áfallahjálp en ég veit ekki hvernig það fór.“ Ólöf fór með son sinn á Slysavarðstofuna þar sem læknir skoðaði hann og þá sérstaklega með tilliti til höfuðáverka. Þar var atvikið tilkynnt til Barnaverndar. Næsta dag hringdi Ólöf í skólann og tilkynnti að sonur hennar myndi ekki mæta aftur í skólann því hún treysti skólanum ekki fyrir öryggi sonar síns. „Þá gerist eitthvað og við vorum boðuð á fund í skólanum klukkutíma síðar. Ég var alveg hörð á því að sonur minn myndi ekki mæta aftur í skólann fyrr en hinn drengurinn fengi viðeigandi aðstoð. Ég er ekki viss um að þetta barn hefði fengið þá hjálp sem það fékk ef ég og maðurinn minn hefðum ekki verið svona ákveðin.“ Ólöf lýsir syni sínum sem „algjörum nagla“ og segir hann ótrúlega brattan þrátt fyrir atvikið. Hann hafi þó verið lítill í sér fyrstu vikurnar á eftir og var um sig. „En hann er mjög duglegur. Hann sagði meira að segja við mig stuttu eftir árásina að það væri gott að það hefði verið ráðist á hann en ekki einhvern annan, eins og til dæmis einhverja af stelpunum.“ hanna@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kristín Ósk Hlynsdóttir, móðir ellefu ára drengs, sem greindur er með ofvirkni og athyglisbrest, mótþróaþrjóskuröskun og kvíðaröskun, segir að núverandi skólakerfi henti syni sínum engan veginn. Kerfið sem hún talar um er skóli án aðgreiningar, yfirlýst menntastefna grunnskóla landsins. Markmið stefnunnar er göfugt eða að mæta ólíkum þörfum allra nemenda. Aftur á móti hefur reynt mjög á kennara og marga foreldra eftir að stefnan var innleidd. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudaginn fékk sonur Kristínar Óskar ekki hjálp fyrr en hann hafði ráðist á skólafélaga sinn sem er níu ára. Í sama blaði sagði Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, að aukið fjármagn þyrfti frá hinu opinbera til að tryggja nemendum viðeigandi umhverfi. Ólöf Önundardóttir, móðir níu ára drengsins, tekur undir með Kristínu Ósk um að núverandi kerfi sé ótækt. Hún segist strax hafa rætt við strákinn sinn eftir árásina og gert honum grein fyrir því að sá sem hafi ráðist á hann sé veikur.Tilefnið var augnsamband Að sögn Ólafar var tilefni árásarinnar sú að sonur hennar hafði horft í augun á drengnum sem beitti ofbeldinu, en það líkaði honum illa. Sami drengur hafði áður ráðist á son hennar en Ólöf bendir á að núverandi skólakerfi bitni ekki aðeins á nemendum með alvarlegar raskanir sem fá ekki viðeigandi hjálp. Aðrir nemendur líði einnig fyrir úrræðaleysi, oft með alvarlegum afleiðingum. „Ég tel að það þurfi aðeins að hugsa um hvaða afleiðingar þetta hefur í för með sér varðandi nemendur sem þurfa að sætta sig við að vera í skóla með svo veikum einstaklingum og eiga það jafnvel á hættu að vera lamdir í tíma og ótíma, svo við tölum ekki um kvíðann sem skólafélagarnir og foreldrar þeirra þurfa að burðast með.“Ekki við kennara að sakast Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn kom fram að fá úrræði eru í boði fyrir son Kristínar Óskar. Hún sagði skólakerfið ekki í stakk búið til að takast á við nemendur eins og son hennar sem þurfi mikla hjálp. Ólöf tekur undir orð Kristínar Óskar og segir að ekki sé við kennara og starfsfólk skólans að sakast. „Það er ekki við kennarana að sakast og aumingja barnið sem réðst á son minn er veikt og þarf hjálp eins og svo mörg önnur börn. En það eru engin úrræði til staðar, og á meðan þurfum við að taka sénsinn á að börnin okkar verði ekki fyrir ofbeldi og komi heil heim úr skólanum.“Neitaði að setja soninn í skólann Árásin sem sonur Ólafar varð fyrir var alvarleg og kom bekkjarsystkinum hans í mikið uppnám. „Þegar ég kom upp í skóla þá sat hann bara stjarfur á bekk, en þegar hann sá mig brotnaði hann algjörlega saman og fór að hágráta. Það var talað um að krakkarnir myndu fá áfallahjálp en ég veit ekki hvernig það fór.“ Ólöf fór með son sinn á Slysavarðstofuna þar sem læknir skoðaði hann og þá sérstaklega með tilliti til höfuðáverka. Þar var atvikið tilkynnt til Barnaverndar. Næsta dag hringdi Ólöf í skólann og tilkynnti að sonur hennar myndi ekki mæta aftur í skólann því hún treysti skólanum ekki fyrir öryggi sonar síns. „Þá gerist eitthvað og við vorum boðuð á fund í skólanum klukkutíma síðar. Ég var alveg hörð á því að sonur minn myndi ekki mæta aftur í skólann fyrr en hinn drengurinn fengi viðeigandi aðstoð. Ég er ekki viss um að þetta barn hefði fengið þá hjálp sem það fékk ef ég og maðurinn minn hefðum ekki verið svona ákveðin.“ Ólöf lýsir syni sínum sem „algjörum nagla“ og segir hann ótrúlega brattan þrátt fyrir atvikið. Hann hafi þó verið lítill í sér fyrstu vikurnar á eftir og var um sig. „En hann er mjög duglegur. Hann sagði meira að segja við mig stuttu eftir árásina að það væri gott að það hefði verið ráðist á hann en ekki einhvern annan, eins og til dæmis einhverja af stelpunum.“ hanna@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira