Innlent

Sex slösuðust í bílveltu

Sex ungir menn voru fluttir á slysadeild á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í morgun eftir að bíll valt á Þverárfjallsvegi í Norðurdal. Rúv greinir frá þessu.

Ökumaður bifreiðarinnar sofnaði undir stýri en mennirnir voru að koma frá Sauðárkróki. Mennirnir voru fyrst fluttir á Blönduós en þaðan á Akureyri.

Mennirnir eru allir ungir að árum en þeir voru í sjö manna fólksbifreið. Að sögn lögreglu var ekki um ölvun að ræða. Meiðsli mannanna eru ekki talin lífshættuleg að sögn Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×