Fótbolti

Endaði verðlaunakvöldið í steininum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Higdon
Michael Higdon Mynd/NordicPhotos/Getty
Michael Higdon, 29 ára framherji Motherwell, var á dögunum valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en hann fór afar sérstaka leið í því að fagna þessum eftirsóttu verðlaunum.

Higdon var stungið í steininn aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann fékk verðlaunin sín afhent en það voru leikmenn deildarinnar sem kusu hann. Higdon var handtekinn fyrir meinta árás og þurfti að eyða hluta næturinnar í steininum.

Higdon var handtekinn fyrir utan Corinthian-klúbbinn í Glasgow en þar hittust gestirnir hátíðarinnar eftir að henni lauk. Higdon lenti upp á kant við öryggisverði sem tóku til þess ráðst að hringja á lögregluna.

Michael Higdon er markahæsti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 26 mörk í 35 leikjum á þessu tímabili. Higdon hefur meðal annar skorað í sex síðustu leikjum samtals sjö mörk.

Higdon sem er fæddur árið 1983 í Liverpool spilaði áður með Crewe, Falkirk og St Mirren. Hann er á sínu öðru tímabili með Motherwell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×