Enski boltinn

Baulað á Suarez

Suarez á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.
Suarez á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir.
Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi héldu lokahóf sitt í gær þar sem Gareth Bale tók tvö stærstu verðlaunin.

Hinn umdeildi framherji Liverpool, Luis Suarez, var á staðnum en hann varð annar í kjöri á knattspyrnumanni ársins og var einnig valinn í lið ársins.

Í bæði skiptin sem nafn hans var kallað upp var baulað í salnum sem í voru meðal annars fjöldi leikmanna í deildinni. Vinsældir Suarez ekki miklar um þessar mundir.

Suarez er búinn að skora 23 mörk í deildinni í vetur og mun ekki skora fleiri því hann er í banni langt fram á næstu leiktíð fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×