Gagnrýnir að Vogur greini ekki frá barnaverndarmálum María Lilja Þrastardóttir. skrifar 20. ágúst 2013 07:00 Sjúkrahúsið Vogur. Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur gagnrýnir að meðferðarstofnunin og sjúkrahúsið Vogur tilkynni afar sjaldan mál til barnaverndarnefndar og telur sjúkrahúsið ekki sinna lagaskyldu um slíkar tilkynningar. „Það er nánast hending, teljandi á fingrum annarrar handar, tilkynningarnar sem hafa borist þaðan. Við höfum velt því fyrir okkur hér, af hverju þeir horfa ekki til tilkynningaskyldunnar, hvort sem það er vegna foreldra eða ungmenna,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur. Hún bendir á að Vogur sé eina meðferðarúrræðið sem í boði sé fyrir unglinga hér á landi og því sé mikilvægt að leyfa barnaverndinni að fylgjast vel með. „Þeir hafa ef til vill ýmsar skýringar á þessu og kannski finnst þeim trúnaðarsambandið við sjúklingana erfitt. Það breytir því þó ekki að skyldan er þarna og hagsmunir barna ættu alltaf að vera í forgangi,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt mikilvægt að fá að vita af foreldrum sem sæki oft í meðferð eða hætti í miðju ferli þó ekki sé til annars en að fylgjast með og veita stuðning. „Það hefur einnig vakið athygli okkar hér að þetta er ekki í neinu samræmi við þann tilkynningafjölda sem við fáum frá sambærilegum stofnunum Landspítalans, eða slysadeild, þar er tilkynnt um minnsta grun um vanrækslu vegna neyslu foreldris. Jafnvel þótt viðkomandi sé að koma þangað í fyrsta skipti. Þetta er mjög greinilega spurning um áherslur,“ segir hún. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir starfsfólk sitt ekki hafa forsendur til að tilkynna þessi mál. „Við erum ekki að horfa á hegðun fólksins heima við og við getum ekki gefið okkur það að fólk með fíkn vanræki börnin sín,“ segir Þórarinn. „Við erum ekki að tilkynna allt sem við heyrum enda erum við ekki í aðstöðu til þess. Við erum hreinlega að hugsa um annað. Það eru aðrir sem tilkynna um það ef börn eru vanrækt og við höfum ekkert með börn að gera. Við erum að fást við fíkn, ekki ofbeldismál.“ Spurður hvort ekki beri að tilkynna mál sem snúa að ungmennum í meðferð segir hann flest þeirra koma inn á vegum barnaverndar. „Barnavernd veit allt um þau,“ segir Þórarinn. Halldóra segir það þó ekki alltaf svo. „Ef ungmenni hættir í miðri meðferð erum við ekki alltaf látin vita og unglingurinn kannski kominn út í neyslu án þess að við séum meðvituð um það,“ segir hún.Tilkynningaskyldan, eins og hún er orðuð í barnaverndarlögum:„Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart,“ segir í lögum.Læknar og hjúkrunarfræðingar eru nefndir sérstaklega í upptalningu starfsstétta sem þetta á við um. „Tilkynningarskylda […] gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.“ Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur gagnrýnir að meðferðarstofnunin og sjúkrahúsið Vogur tilkynni afar sjaldan mál til barnaverndarnefndar og telur sjúkrahúsið ekki sinna lagaskyldu um slíkar tilkynningar. „Það er nánast hending, teljandi á fingrum annarrar handar, tilkynningarnar sem hafa borist þaðan. Við höfum velt því fyrir okkur hér, af hverju þeir horfa ekki til tilkynningaskyldunnar, hvort sem það er vegna foreldra eða ungmenna,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur. Hún bendir á að Vogur sé eina meðferðarúrræðið sem í boði sé fyrir unglinga hér á landi og því sé mikilvægt að leyfa barnaverndinni að fylgjast vel með. „Þeir hafa ef til vill ýmsar skýringar á þessu og kannski finnst þeim trúnaðarsambandið við sjúklingana erfitt. Það breytir því þó ekki að skyldan er þarna og hagsmunir barna ættu alltaf að vera í forgangi,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt mikilvægt að fá að vita af foreldrum sem sæki oft í meðferð eða hætti í miðju ferli þó ekki sé til annars en að fylgjast með og veita stuðning. „Það hefur einnig vakið athygli okkar hér að þetta er ekki í neinu samræmi við þann tilkynningafjölda sem við fáum frá sambærilegum stofnunum Landspítalans, eða slysadeild, þar er tilkynnt um minnsta grun um vanrækslu vegna neyslu foreldris. Jafnvel þótt viðkomandi sé að koma þangað í fyrsta skipti. Þetta er mjög greinilega spurning um áherslur,“ segir hún. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir starfsfólk sitt ekki hafa forsendur til að tilkynna þessi mál. „Við erum ekki að horfa á hegðun fólksins heima við og við getum ekki gefið okkur það að fólk með fíkn vanræki börnin sín,“ segir Þórarinn. „Við erum ekki að tilkynna allt sem við heyrum enda erum við ekki í aðstöðu til þess. Við erum hreinlega að hugsa um annað. Það eru aðrir sem tilkynna um það ef börn eru vanrækt og við höfum ekkert með börn að gera. Við erum að fást við fíkn, ekki ofbeldismál.“ Spurður hvort ekki beri að tilkynna mál sem snúa að ungmennum í meðferð segir hann flest þeirra koma inn á vegum barnaverndar. „Barnavernd veit allt um þau,“ segir Þórarinn. Halldóra segir það þó ekki alltaf svo. „Ef ungmenni hættir í miðri meðferð erum við ekki alltaf látin vita og unglingurinn kannski kominn út í neyslu án þess að við séum meðvituð um það,“ segir hún.Tilkynningaskyldan, eins og hún er orðuð í barnaverndarlögum:„Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart,“ segir í lögum.Læknar og hjúkrunarfræðingar eru nefndir sérstaklega í upptalningu starfsstétta sem þetta á við um. „Tilkynningarskylda […] gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.“
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira