Málamiðlun stjórnarflokka ofar kosningaloforðinu Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2013 11:19 Þingflokkur Sjálfstæðismanna er ekki einhuga um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Skilja má formann utanríkismálanefndar svo að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar trompi kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þeirrar skoðunar að það sé skýr vilji forystu flokksins að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. Um kosningaloforð hafi verið að ræða og bera skyldi málið undir þjóðina á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta voru viðbrögð hennar við þeirri skoðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, að ekkert sé í hendi um það hvort málið verði lagt í dóm þjóðarinnar.Túlkanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar ekki allar eins afdráttarlausar og Ragnheiðar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, vísar til þess sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, landsfundarsamþykktar Sjálfstæðisflokksins og samþykktar flokksþings Framsóknarflokksins þegar hann er spurður um afstöðu til umræðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður. „Í því felst að engin ákvörðun hefur verið tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu; hvort hún fari fram eða hvenær hún fari fram. Það sem einstakir þingmenn eru að segja á þessari stundu um það, eru persónulegar skoðanir en ekki stjórnarstefnan eða stefna þeirra flokka sem þeir standa fyrir.“ Spurður um hvort hann sé þar að vísa í orð þingflokksformannsins, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þá svarar Birgir því til að hann ætli sér ekki að munnhöggvast við einstaka félaga sína. Um það hvort ekki hafi verið um skýrt kosningaloforð að ræða af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin, óháð því sem stendur í stjórnarsáttmála stjórnarinnar, svarar Birgir. „Hvort er nýrra? Hvort er málamiðlun tveggja flokka? Það sem segir í stjórnarsáttmálanum er skýrt svo langt sem það nær, og í því felst ekkert umfram það sem felst í orðanna hljóðan.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðismanna er ekki einhuga um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Skilja má formann utanríkismálanefndar svo að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar trompi kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þeirrar skoðunar að það sé skýr vilji forystu flokksins að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. Um kosningaloforð hafi verið að ræða og bera skyldi málið undir þjóðina á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta voru viðbrögð hennar við þeirri skoðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, að ekkert sé í hendi um það hvort málið verði lagt í dóm þjóðarinnar.Túlkanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar ekki allar eins afdráttarlausar og Ragnheiðar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, vísar til þess sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, landsfundarsamþykktar Sjálfstæðisflokksins og samþykktar flokksþings Framsóknarflokksins þegar hann er spurður um afstöðu til umræðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður. „Í því felst að engin ákvörðun hefur verið tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu; hvort hún fari fram eða hvenær hún fari fram. Það sem einstakir þingmenn eru að segja á þessari stundu um það, eru persónulegar skoðanir en ekki stjórnarstefnan eða stefna þeirra flokka sem þeir standa fyrir.“ Spurður um hvort hann sé þar að vísa í orð þingflokksformannsins, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þá svarar Birgir því til að hann ætli sér ekki að munnhöggvast við einstaka félaga sína. Um það hvort ekki hafi verið um skýrt kosningaloforð að ræða af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin, óháð því sem stendur í stjórnarsáttmála stjórnarinnar, svarar Birgir. „Hvort er nýrra? Hvort er málamiðlun tveggja flokka? Það sem segir í stjórnarsáttmálanum er skýrt svo langt sem það nær, og í því felst ekkert umfram það sem felst í orðanna hljóðan.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira