Enski boltinn

Mancini: Manchester City er að reyna að eyða minna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er að eigin sögn farinn að skipuleggja sumarkaupin en leggur áherslu á það að Manchester City sé alltaf að reyna að eyða minni pening í leikmannakaup.

Manchester City hefur eytt gríðarlega stórum upphæðum í kaupum á leikmönnum síðan að Sheikh Mansour tók yfir félagið 2008 og það skilaði Englandsmeistaratitlinum á síðasta ári. Liðið er núna fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester United og þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda í sumar.

„Við erum ekki eins og United. Þeir hafa mikla sögu og það tekur okkur nokkur ár að keppa á jafnréttisgrundvelli þar," sagði Roberto Mancini við Sky Sports.

„Við viljum eyða minni pening ef það er mögulegt en í hvert skipti sem við reynum að kaupa leikmann þá rýkur verðið upp úr öllu valdi. Við reynum að eyða minna en getum það ekki," sagði Mancini.

„Við þurfum að bæta liðið á hverju ári og á sumrin þurfum við að kaupa leikmenn sem geta gert gæfumuninn fyrir okkur. Við erum menn menn í siktinu og erum þegar byrjaði að vinna í því að fá þá," sagði Mancini.

„Ég veit ekki hvað við þurfum að eyða miklu í leikmenn en á árum áður eyddi United fullt af pening til þess að kaupa mikilvæga leikmenn. Núna þurfa þeir ekki að eyða hundrað milljónum punda á hverju ár. United er topplið og þurfa bara að kaupa einn toppleikmenn á ári," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×