Enski boltinn

Papiss Cissé enn á ný hetja Newcastle í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Papiss Cissé.
Papiss Cissé. Mynd/Nordic Photos/Getty
Papiss Cissé skoraði eina markið þegar Newcastle vann 1-0 sigur á Fulham á St James' Park en sigurmarkið hans kom á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Þetta var gríðalega mikilvægur sigur fyrir Newcastle-liðið sem var búið að tapa tveimur leikjum í röð og farið að dragast niður í fallbaráttu deildarinnar.

Papiss Cissé skoraði markið sitt á laglegan hátt, náði að leggja sendingu Yohan Cabaye fyrir sig í teignum og skora með góðu skoti.

Þetta var þriðja sinn á tímabilinu sem Papiss Cissé tryggir Newcastle þrjú stig í uppbótartíma.

Fulham var á góðu skriði í deildinni fyrir þennan leik, búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og hafði ekki tapað síðan í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×