Enski boltinn

West Brom hafnaði öðru tilboði í Odemwingie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
West Brom hefur staðfest að félagið hafi hafnað öðru tilboði sem barst í sóknarmanninn Peter Odemwingie frá QPR.

Félagið hafnaði fyrst tilboði í kappann í upphafi mánaðarins en leikmaðurinn lagði svo inn formlega félagaskiptabeiðni á föstudaginn, sem forráðamenn West Brom höfnuðu.

Odemwingie vill komast til QPR, þrátt fyrir að liðið sé í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við höfum engan áhuga á að selja leikmenn sem tilheyra okkar innsta kjarna, eins og við höfum áður sagt," sagði Richard Garlick, yfirmaður íþróttamála hjá West Brom.

Félagið mun refsa Odemwingie sem gagnrýndi West Brom harkalega á Twitter-síðu sinni.

„Skoðaði færslurnar mínar. Eyddi nokkrum. Þetta var of mikið. Einu afsakanirnar eru að ég er einn heima, hér er dimmt, kona mín og barn eru á spítalanum og ég er pirraður," skrifaði Odemwingie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×