Enski boltinn

Dickov heldur starfinu eins og er

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paul Dickov, stjóri enska C-deildarliðsins Oldham, verður ekki rekinn úr starfi sínu í dag að sögn stjórnarformanns félagsins.

Oldham vann frækinn sigur á Liverpool, 3-2, í ensku bikarkeppninni um helgina. Liðinu hefur þó gengið illa í deildinni og sagði stjórnarformaðurinn Simon Corney eftir leik að staða Dickov væri ekki trygg.

„Ég held að Paul sé með öruggt starf eins og málin standa nú," sagði Dickov við enska fjölmiðla í morgun.

„Við höfum átt frábært samstarf í gegnum tíðina og Paul setur sjálfur mikla pressu á sig. Það segir sig sjálft þegar liðið tapar sjö af átta leikjum þá er pressa á stjóranum," bætti hann við.

„Vonandi mun þessi sigur koma liðinu í gang og að við munum ekki þurfa að tala um starfið hans Paul aftur."

Dickov og Corney funduðu nú í hádeginu. Eftir fundinn var staðfest að Dickov heldur starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×