Enski boltinn

United langverðmætasta íþróttafélag heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Knattspyrnustjórinn Alex Ferguson er í aðalhlutverki í velgengni Manchester United.
Knattspyrnustjórinn Alex Ferguson er í aðalhlutverki í velgengni Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United er eina íþróttafélag heims sem er meira en þriggja milljarða bandaríkjadollara virði, samkvæmt útttekt Forbes-tímaritsins.

Forbes segir að vegna góðs gengis hlutabréfa í félaginu í kauphöllinni í New York sé félagið nú 3,3 milljarða dollara virði - 424 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt þessari sömu úttekt er United langverðmætasta íþróttafélag heims en næst á listanum er NFL-liðið Dallas Cowboys, sem er sagt vera 2,1 milljarða dollara virði eða um 270 milljarða króna.

Í úttekt Forbes segir að góð staða liðsins í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu viti á gott fyrir framhaldið, sem og nýir auglýsingasamningar sem félagið gerði á síðasta ári.

United er í meirihlutaeigu Glazer-fjölskyldunnar sem hefur þó engan hug á að selja sinn hlut á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×