Miley Cyrus sagði í viðtali við Barböru Walters að hún hefði orðið mikið hamingjusamari eftir hún hætti að gúgla sig.
Í viðtalinu útskýrði hún líka hvers vegna hún rekur gjarnan út úr sér tunguna þegar hún situr fyrir á myndum.
Það er vegna þess að henni þykir vandræðalegt að láta taka af sér myndir og hún veit ekki alveg hvaða svip hún á að setja upp. Henni þykir þægilegra að afgreiða það með því að ulla en að brosa á myndum.
