Enski boltinn

Sterling spilar mögulega ekki aftur á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist vera reiðubúinn til að hvíla Raheem Sterling þar til í sumar.

Sterling byrjaði tímabilið mjög vel hjá Liverpool en hann hefur verið að glíma við meiðsli í læri að undanförnu.

„Meiðslin hafa versnað og mögulegt að þau skapi honum enn frekari vandamál síðar á ferlinum ef hann spilar núna," sagði Rodgers við enska fjölmiðla.

„Það er því okkar skylda að bregðast við því. Hann verður hvíldur í tvær vikur og ef hann þarf hvíld allt til loka tímabilsins verður það að vera þannig," sagði hann enn fremur.

Sterling er átján ára gamall og líklegur til að vera valinn í enska U-21 landsliðið sem spilar á EM í Ísrael í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×