Fótbolti

Balotelli veit ekki hvernig hann skiptir út egginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter

Mario Balotelli er kominn á Twitter. Loksins, segja sumir, enda notast hann við nafnið @finallymario. Hann á þó í vandræðum með að skipta um forsíðumynd á síðunni sinni.

„Hvernig skiptir maður út egginu í forsíðumyndinni?,“ spurði hann þá rúmlega 230 þúsund fylgjendur sína sem hann hafði safnað sér á aðeins hálfum sólarhring.

Þegar þessi orð eru skrifuð er hann enn með eggið sem forsíðumynd en það hlýtur að standa til bóta. Hann var allavega búinn að setja fimm myndir af sjálfum sér inn á síðuna, þar af tvær með hundinum sínum.

Balotelli er einn skrautlegasti karakter í knattspyrnunni en hann kom í vetur til AC Milan frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×