Enski boltinn

Waddle: Beckham ekki einn af þúsund bestu leikmönnunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty

Chris Waddle, fyrrum leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, er langt frá því að vera einn af mestu aðdáendum enska knattspyrnumannsins David Beckham ef marka má útvarpsviðtal við hann á BBC. Beckham tilkynnti það í gær að hann ætli að hætta í boltanum eftir þetta tímabil með franska liðinu Paris St-Germain.

David Beckham er 38 ára gamall og var á sunnudaginn að vinna sinn tíunda meistaratitil á ferlinum. Enginn útileikmaður hefur leikið fleiri landsleiki fyrir Englendinga og Beckham var að vinna titil í sínu fjórða landi um síðustu helgi.

„Ég get alveg sagt að hann hafi verið góður leikmaður en hann var aldrei frábær. Ef ég ætti að setja saman lista yfir þúsund bestu leikmennina í ensku deildinni þá kæmist hann líklega á listann," sagði Chris Waddle.

„Það hafa komið fram miklu hæfileikaríkari leikmenn í heiminum en hann nýtti vel það sem hann fékk í vöggugjöf," sagði Chris Waddle.

Chris Waddle lék á sínum tíma 62 landsleiki fyrir England en hann spilaði fyrir Newcastle United, Tottenham Hotspur, Sheffield Wednesday og franska liðið Olympique Marseille á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×