Enski boltinn

Bale: Spila vel þegar ég nýt mín

Eiríkur Stefán Ásgeirisson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale segist vera ánægður með hlutverk sitt hjá Tottenham en vonast til að fá að spila frekar á miðri miðjunni í framtíðinni.

Bale, sem spilar yfirleitt á vinstri kantinum, var hetja Totttenham í dag en hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á West Brom.

„Í framtíðinni vona ég að það verði hlutverk fyrir mig á miðjunni en er samt enn ánægður með að spila á kantinum," sagði Bale eftir leikinn í dag.

„Við erum núna í fjórða sæti og höfum verið að spila mjög vel. Þetta verður ekki auðvelt en við ætlum að halda ótrauðir áfram."

„Ég nýt þess að spila fótbolta eins og er og þegar það gerist, þá spila ég yfirleitt vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×