Íslenski boltinn

Hrun hjá Húsvíkingum

Guðmundur Óli Steingrímsson og félagar í Völsungi bíða enn eftir fyrsta sigrinum í sumar.
Guðmundur Óli Steingrímsson og félagar í Völsungi bíða enn eftir fyrsta sigrinum í sumar. mynd/640.is

Grindavík komst á topp 1. deildar karla eftir magnaða endurkomu í síðari hálfleik gegn Völsungi. Húsvíkingar sitja sem fastast á botninum.

Völsungur leiddi 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik drógu þeir sig allt of langt til baka. Grindvíkingar þökkuðu fyrir með því að yfirspila þá og skora fjögur mörk. Völsungur er eina liðið án sigurs í deildinni.

KF heldur áfram að koma á óvart en liðið nældi í gott stig á heimavelli gegn Haukum.

Úrslit:

Grindavík-Völsungur  4-2

1-0 Hafþór Mar Aðalgeirsson (34.), 0-2 Hafþór Mar Aðalgeirsson (43.), 1-2 Daníel Leó Grétarsson (53.), 2-2 Denis Sytnik (74.), 3-2 Stefán Þór Pálsson (76.), 4-2 Stefán Þór Pálsson (79.)

KF-Haukar  1-1

1-0 Jón Björgvin Kristjánsson (58.), 1-1 Úlfar Hrafn Pálsson (64.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×