Fótbolti

Metfjöldi sá Dempsey spila með Seattle

Dempsey kastar treyju sinni til áhorfenda eftir leikinn.
Dempsey kastar treyju sinni til áhorfenda eftir leikinn.
Clint Dempsey fór frá Tottenham til Seattle Sounders í sumar og það er mikil stemning í Seattle fyrir fyrirliða bandaríska landsliðsins.

Rúmlega 67 þúsund manns mættu á völlinn í Seattle í gær til þess að sjá Dempsey og félaga spila gegn Portland í MLS-deildinni. Þetta var fyrsti heimaleikur Dempsey fyrir Sounders.

Þetta er besta mæting á knattspyrnuleik í Seattle frá upphafi og toppar mætinguna frá því 2011 er Man. Utd lék æifingaleik gegn Sounders.

Þetta er líka næstabesta mæting á leik í MLS-deildinni frá upphafi en LA Galaxy á metið. Það mættu eitt sinn tæplega 70 þúsund manns á leik hjá þeim árið 1996.

Áhorfendur héldu glaðir heim á leið því Seattle vann leikinn, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×