AZ Alkmaar tapaði fyrir Waalwijk, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Mandemakers vellinum í Waalwijk. Mart Lieder skoraði fyrsta mark leiksins fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins og kom heimamönnum yfir.
Jozy Altidore jafnaði síðan metin fyrir AZ á 70. mínútu leiksins. Það var síðan Mart Lieder sem tryggði heimamönnum sigurinn á sex mínútum síðar. Aron Jóhannsson kom inná í liðið AZ Alkmaar í upphafi síðari hálfleiksins en Jóhann Berg Guðmundsson kom inná af varamannabekknum tuttugu mínútum síðar.
Cercle Brugge komst í dag í frábæra stöðu í belgíska bikarnum þegar þeir unnu Kortrijk 2-1 í fyrri leik undanúrslitana. Chavarría kom Kortrijk yfir á upphafsmínútum leiksins en D'Haene jafnaði síðan metin á 26. mínútu.
Bakenga kom síðan Cercle Brugge yfir hálftíma fyrir leikslok og tryggði Brugge sigurinn. Þeir fara því í síðari leikinn með 2-1 forystu en næsti leikur fer fram á þeirra heimavelli. Arnar Þór Viðarson lék allan leikinn fyrir Cercle Brugge.
Eiður Smári Guðjohnsen var á mála hjá félaginu fyrir áramót áður en hann skipti yfir í Club Brugge.
AZ tapaði gegn Waalwijk | Cercle Brugge í góðri stöðu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
