Enski boltinn

Líkkistur með merki félagsins

Svona lítur Barnet kistan út.
Svona lítur Barnet kistan út.
Eflaust hafa einhverjir eldheitir stuðningsmenn knattspyrnuliða látið sig dreyma um að láta jarða sig í kistu merktri félaginu sem það styður. Stuðningsmenn Barnet geta nú látið verða af því.

Churchills Family Funeral útfararstofan er komin með einkaleyfi á líkkistum í litum félagsins og með merki þess. Var það auglýst á síðasta heimaleik félagsins.

Ekki er vitað til þess að þetta hafi verið gert áður og verður áhugavert að fylgjast með því hvort einhverjir nýti sér þessa þjónustu.

Barnet-liðið er undir stjórn Hollendingsins Edgar Davids um þessar mundir og hann hefur ekki gefið álit sitt á kistunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×