Fótbolti

City lenti 3-0 undir en vann 4-3

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurmarki Richards, til vinstri, fagnað í nótt.
Sigurmarki Richards, til vinstri, fagnað í nótt. Mynd/AP

Manchester City og Chelsea áttust við í æfingaleik í St. Louis í Bandaríkjunum í nótt.

City vann leikinn, 4-3, eftir að hafa lent 3-0 undir. Demba Ba, Cesar Azpilicueta og Oscar skoruðu mörk þeirra bláklæddu á fyrstu 54 mínútum leiksins.

Þá vöknuðu City-menn til lífsins. Javier Garcia kom þeim á blað á 61. mínútu en Edin Dzeko bætti tveimur mörkum við og jafnaði metin. Það var svo Micah Richards sem tryggði sínum mönnum sigurinn í blálok leiksins, eftir stoðsendingu Garcia.

Leikmenn beggja liða spiluðu með sorgarbönd vegna hamfaranna í Oklahoma á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×