Enski boltinn

Gylfi spilaði allan leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Tottenham gerði í nótt markalaust jafntefli við landslið Jamaíku á Bahama-eyjunum. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og spilaði allan leikinn.

Þetta var lokaleikur Tottenham á tímabilinu en liðið endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og keppir í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð.

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, leyfði mörgum að spila en Gylfi var einn fárra sem spilaði allan leikinn.

Bæði lið fengu nokkur færi í leiknum og Gareth Bale, sem kom inn á sem varamaður á 61. mínútu, var nálægt því að skora undir lok leiksins en skot hans var varið. Steven Caulker náði frákastinu og skoraði en var dæmdur rangstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×