Sumarliði færist skrefi nær því að komast í geiminn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Sumarliði Þorsteinsson býr sig undir þolpróf sem fram fer 12. ágúst. Ef hann verður efstur í þolprófinu fær hann að fara í geimfaraþjálfun í Kennedy Space Center og kemst mögulega út í geim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE. Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Sjá meira
„Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE.
Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Sjá meira