Sumarliði færist skrefi nær því að komast í geiminn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 07:30 Sumarliði Þorsteinsson býr sig undir þolpróf sem fram fer 12. ágúst. Ef hann verður efstur í þolprófinu fær hann að fara í geimfaraþjálfun í Kennedy Space Center og kemst mögulega út í geim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Nú er ég bara að undirbúa mig fyrir þolprófið sem fer fram 10. ágúst,“ segir skrúðgarðyrkjusérfræðingurinn Sumarliði Þorsteinsson, en hann sigraði með yfirburðum netkosningu í Svíþjóð á vegum Apollo Space Academy og herrasnyrtimerkisins AXE og færist nú skrefi nær því að komast alla leið út í geim. AXE hóf samstarf með hinum heimsþekkta tunglfara Buzz Aldrin, og efndi til keppni þar sem 22 einstaklingar eiga tækifæri á því að komast út í geim. Keppnin fór af stað í sextíu löndum í janúar, en Sumarliði var þá búsettur í Svíþjóð og gat því skráð sig til keppni þar í landi. „Keppnin skiptist eiginlega í þrjár síur. Fyrst er það þessi atkvæðagreiðsla sem er búin, því næst er þolpróf sem fer fram í hverju landi fyrir sig og þeim sem sigra þolprófin er svo boðið til Flórída í Kennedy Space Center og fara í alvöru geimfaraþjálfun,“ segir Sumarliði, sem undirbýr sig nú af krafti undir þolprófið mikla. „Ég æfi mikið úti, hleyp og syndi, og fer í ræktina.“ Alls taka tólf manns þátt í þolprófinu í Svíþjóð í ágúst en aðeins sigurvegarinn fær að fara til Flórída. Töluvert fleiri keppa í þolprófunum í hinum löndunum. „Það eru um 200 manns sem taka þátt í Bretlandi svo líkurnar mínar eru þannig lagað séð góðar. Ég þarf bara að sigra þessa ellefu,“ segir Sumarliði.Bjarni Tryggvason, geimfari.„Í geimfaraþjálfuninni fær maður að fljúga í flugvél sem slökkt verður á og hún látin droppa og svo verður farið með mann í þotu á tvöföldum hljóðhraða. Svo verður farið í svokallaða togkraftskúlu, eða „g-force“ kúlu, þar sem hraðinn og togkrafturinn er alveg þvílíkur. Þetta yrði alveg fáránlega skemmtilegt.“ Eini íslenski geimfarinnBjarni Tryggvason er eini íslenski geimfarinn til þessa. Bjarni er fæddur í Reykjavík en hefur þó lengst af búið í Vancouver í Kanada. Hann fór út í geim með geimferjunni Discovery 7 hinn 19. ágúst árið 1997 ásamt fimm öðrum áhafnarmeðlimum. Geimferðin tók 11 daga, 20 klukkustundir og 28 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá tvö kynningarmyndbönd fyrir geimferðirnar á vegum AXE.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira