Flóð úr tjörn kynjaskepnu veldur óhug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2013 08:45 Heimamenn virða fyrir sér vegsummerki eftir hamfarirnar sem dundu á bænum Grund í Svarfaðardal eftir að krapastífla brast í Nykurtjörn. Mynd / Úr einkasafni. Öflugt hlaup varð úr Nykurtjörn í Svarfaðardal eftir margra áratuga hlé. Bóndinn á Grund segir gamla menn hafi varað hann við búskap á jörðinni vegna flóða úr tjörninni sem þjóðsagan segir að sé heimkynni kynjaskepnu. „Þetta var óhugnanlegt því flóðið stefndi beint á húsin,“ segir Friðrik Þórarinsson, bóndi á Grund í Svarfaðardal, um mikið hlaup úr Nykurtjörn á sunnudagskvöld. Nykurtjörn er lítið stöðuvatn í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þjóðsagan segir að þar búi furðuskepnan nykur, eins konar vatnahestur sem er hættulegur mönnum. Það viðsjárverða kvikindi valdi öðru hverju framhlaupi með því að velta sér í tjörninni.Hlaupið bar með sér dágóða spýju af auri og grjóti yfir bæjartúnin á Grund.Mynd / Úr einkasafni„Menn velta þessari sögu ekki svo mikið fyrir sér nú en ég heyri á eldri mönnum að þeir eru gífurlega hræddir við lækinn úr tjörninni,“ segir Friðrik sem kveður viðlíka hlaup og nú ekki hafa orðið úr Nykurtjörn frá því hann hóf búskap á Grund árið 1986. „Það er sagt að jörðin sé varhugaverð og þegar við fórum að búa þarna vöruðu gömlu mennirnir okkur mjög við,“ segir Friðrik. Áður fyrr var alltaf farið og mokað frá affallinu á Nykurtjörn til að hindra að það stíflaðist af snjó og myndaði vatnslón. Sjálfur segist Friðrik jafnan hafa gengið á fjallið fyrstu árin en aldrei þurft að moka. Vetur hafi orðið snjóléttari og hann hætt að fylgjast með.Strax og vart varð við hlaupið var gröfu beitt til að beina flóðinu frá bæjarhúsunum.Mynd / Úr einkasafni„Ég fór að verða kærulaus. En það má greinilega ekki sofna á verðinum,“ segir Friðrik, sem fékk rækilega áminningu frá Nykurtjörn um klukkan níu á sunndagskvöldið. „Það voru svakaleg læti og miklar drunur. Krafturinn er rosalegur af því að fallhæðin er svon mikil. Við fórum fyrst í að koma kindunum í burtu. Það var beltagrafa þarna rétt við og við gátum farið strax í að veita flóðinu í annan farveg þannig að það færi ekki á húsin,“ segir Friðrik sem hrósar happi yfir því að stíflan hafi ekki brostið þegar allir voru í fastasvefni. „Skaðinn varð ekki tilfinnanlega mikill en hefði getað verið miklu meiri. En maður sá ógnina. Þessi hætta er alltaf til staðar og hún er ekki einkamál þess sem býr undir þessu. Það þarf eitthvað að gera og ég veit að það á að ræða það í bæjarstjórn Dalvíkur,“ segir bóndinn á Grund.Nykurinn tælir menn á bak og drekkir þeim „Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem fjallað er um kynjaskepnuna nykur. „Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.“Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Öflugt hlaup varð úr Nykurtjörn í Svarfaðardal eftir margra áratuga hlé. Bóndinn á Grund segir gamla menn hafi varað hann við búskap á jörðinni vegna flóða úr tjörninni sem þjóðsagan segir að sé heimkynni kynjaskepnu. „Þetta var óhugnanlegt því flóðið stefndi beint á húsin,“ segir Friðrik Þórarinsson, bóndi á Grund í Svarfaðardal, um mikið hlaup úr Nykurtjörn á sunnudagskvöld. Nykurtjörn er lítið stöðuvatn í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þjóðsagan segir að þar búi furðuskepnan nykur, eins konar vatnahestur sem er hættulegur mönnum. Það viðsjárverða kvikindi valdi öðru hverju framhlaupi með því að velta sér í tjörninni.Hlaupið bar með sér dágóða spýju af auri og grjóti yfir bæjartúnin á Grund.Mynd / Úr einkasafni„Menn velta þessari sögu ekki svo mikið fyrir sér nú en ég heyri á eldri mönnum að þeir eru gífurlega hræddir við lækinn úr tjörninni,“ segir Friðrik sem kveður viðlíka hlaup og nú ekki hafa orðið úr Nykurtjörn frá því hann hóf búskap á Grund árið 1986. „Það er sagt að jörðin sé varhugaverð og þegar við fórum að búa þarna vöruðu gömlu mennirnir okkur mjög við,“ segir Friðrik. Áður fyrr var alltaf farið og mokað frá affallinu á Nykurtjörn til að hindra að það stíflaðist af snjó og myndaði vatnslón. Sjálfur segist Friðrik jafnan hafa gengið á fjallið fyrstu árin en aldrei þurft að moka. Vetur hafi orðið snjóléttari og hann hætt að fylgjast með.Strax og vart varð við hlaupið var gröfu beitt til að beina flóðinu frá bæjarhúsunum.Mynd / Úr einkasafni„Ég fór að verða kærulaus. En það má greinilega ekki sofna á verðinum,“ segir Friðrik, sem fékk rækilega áminningu frá Nykurtjörn um klukkan níu á sunndagskvöldið. „Það voru svakaleg læti og miklar drunur. Krafturinn er rosalegur af því að fallhæðin er svon mikil. Við fórum fyrst í að koma kindunum í burtu. Það var beltagrafa þarna rétt við og við gátum farið strax í að veita flóðinu í annan farveg þannig að það færi ekki á húsin,“ segir Friðrik sem hrósar happi yfir því að stíflan hafi ekki brostið þegar allir voru í fastasvefni. „Skaðinn varð ekki tilfinnanlega mikill en hefði getað verið miklu meiri. En maður sá ógnina. Þessi hætta er alltaf til staðar og hún er ekki einkamál þess sem býr undir þessu. Það þarf eitthvað að gera og ég veit að það á að ræða það í bæjarstjórn Dalvíkur,“ segir bóndinn á Grund.Nykurinn tælir menn á bak og drekkir þeim „Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem fjallað er um kynjaskepnuna nykur. „Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.“Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent