Fótbolti

Mascherano til rannsóknar hjá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að taka skrautlegt atvik sem átti sér stað í leik Argentínu og Ekvador til rannsóknar.

Argentínumaðurinn Javier Mascherano sparkaði þá í ökumann sjúkravagns sem var að flytja hann af velli vegna meiðsla. Dómari leiksins sá til hans og vísaði honum af velli.

Mascherano baðst svo afsökunar á þessu en sagði ökuþórinn hafa ekið vagninum glannalega og að hann hefði verið við það að velta.

„Við getum staðfest að við höfum opnað rannsókn á Mascherano en við munum ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en rannsókninni er lokið,“ sagði talsmaður FIFA í dag.

Umræddum leik lauk með 1-1 jafntefli en Argentína er efst í undankeppni HM 2014 í Suður-Ameríku, þremur stigum á undan Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×