Innlent

Utanríkisráðherra fær það óþvegið

Jakob Bjarnar skrifar
Af lestri pistilsins "Slembivalinn ráðherra" má ljóst vera að Margrét Tryggvadóttir hefur lítið sem ekkert álit á gáfnafari utanríkisráðherra Íslands.
Af lestri pistilsins "Slembivalinn ráðherra" má ljóst vera að Margrét Tryggvadóttir hefur lítið sem ekkert álit á gáfnafari utanríkisráðherra Íslands.
„Hann er góður piltur sem ég þekki ágætlega, þægilegur í umgengni og góður við bæði börn og dýr. Fínn gaur. En hann er algjörlega glataður utanríkisráðherra,“ segir í pistli Margrétar Tryggvadóttur fyrrverandi alþingismanns um Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra Íslands.

Ljóst má vera að Margrét hefur afar takmarkað álit á gáfnafari Gunnars Braga og/eða þekkingu. Hún segir það ekki einkamál Kaupfélags Skagfirðinga hver sé utanríkisráðherra; þjóðin eigi heimtingu á að þar sé hæfur einstaklingur. „Í þeirri ríkisstjórn sem við höfum nú er margt vel menntað, greint hæfileikafólk sem ég hef almennt töluverða trú á þótt ég sé því ekki endilega sammála því um alla hluti. Á því eru þó undantekningar. Ein þeirra er utanríkisráðherrann okkar.“

Og áfram heldur Margrét: „Góður utanríkisráðherra þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á utanríkismálum. Til þess að það sé hægt þarf maður að þekkja heiminn og til dæmis vita hvað löndin heita. (Og nei, orðið Kasakstan er ekki rússneska fremur en orðið Afganistan). Það er líka kostur að kunna mörg tungumál og vera vanur alþjóðasamskiptum. Þá þarf hann að vera góður ræðumaður og eldklár. Svo þarf hann helst að hafa vit á því að velja sér aðstoðarmenn sem eru enn klárari og reynslumeiri á þessum sviðum en hann sjálfur.“

Margrét segir hugsanlega hægt að búa við óhæfan landbúnaðarráðherra, eða kirkjumálaráðherra en ekki sé hægt að hafa óhæfan utanríkisráðeherra á 21. öldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×