Utanríkisráðherra fær það óþvegið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2013 15:10 Af lestri pistilsins "Slembivalinn ráðherra" má ljóst vera að Margrét Tryggvadóttir hefur lítið sem ekkert álit á gáfnafari utanríkisráðherra Íslands. „Hann er góður piltur sem ég þekki ágætlega, þægilegur í umgengni og góður við bæði börn og dýr. Fínn gaur. En hann er algjörlega glataður utanríkisráðherra,“ segir í pistli Margrétar Tryggvadóttur fyrrverandi alþingismanns um Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra Íslands. Ljóst má vera að Margrét hefur afar takmarkað álit á gáfnafari Gunnars Braga og/eða þekkingu. Hún segir það ekki einkamál Kaupfélags Skagfirðinga hver sé utanríkisráðherra; þjóðin eigi heimtingu á að þar sé hæfur einstaklingur. „Í þeirri ríkisstjórn sem við höfum nú er margt vel menntað, greint hæfileikafólk sem ég hef almennt töluverða trú á þótt ég sé því ekki endilega sammála því um alla hluti. Á því eru þó undantekningar. Ein þeirra er utanríkisráðherrann okkar.“ Og áfram heldur Margrét: „Góður utanríkisráðherra þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á utanríkismálum. Til þess að það sé hægt þarf maður að þekkja heiminn og til dæmis vita hvað löndin heita. (Og nei, orðið Kasakstan er ekki rússneska fremur en orðið Afganistan). Það er líka kostur að kunna mörg tungumál og vera vanur alþjóðasamskiptum. Þá þarf hann að vera góður ræðumaður og eldklár. Svo þarf hann helst að hafa vit á því að velja sér aðstoðarmenn sem eru enn klárari og reynslumeiri á þessum sviðum en hann sjálfur.“ Margrét segir hugsanlega hægt að búa við óhæfan landbúnaðarráðherra, eða kirkjumálaráðherra en ekki sé hægt að hafa óhæfan utanríkisráðeherra á 21. öldinni. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Hann er góður piltur sem ég þekki ágætlega, þægilegur í umgengni og góður við bæði börn og dýr. Fínn gaur. En hann er algjörlega glataður utanríkisráðherra,“ segir í pistli Margrétar Tryggvadóttur fyrrverandi alþingismanns um Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra Íslands. Ljóst má vera að Margrét hefur afar takmarkað álit á gáfnafari Gunnars Braga og/eða þekkingu. Hún segir það ekki einkamál Kaupfélags Skagfirðinga hver sé utanríkisráðherra; þjóðin eigi heimtingu á að þar sé hæfur einstaklingur. „Í þeirri ríkisstjórn sem við höfum nú er margt vel menntað, greint hæfileikafólk sem ég hef almennt töluverða trú á þótt ég sé því ekki endilega sammála því um alla hluti. Á því eru þó undantekningar. Ein þeirra er utanríkisráðherrann okkar.“ Og áfram heldur Margrét: „Góður utanríkisráðherra þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á utanríkismálum. Til þess að það sé hægt þarf maður að þekkja heiminn og til dæmis vita hvað löndin heita. (Og nei, orðið Kasakstan er ekki rússneska fremur en orðið Afganistan). Það er líka kostur að kunna mörg tungumál og vera vanur alþjóðasamskiptum. Þá þarf hann að vera góður ræðumaður og eldklár. Svo þarf hann helst að hafa vit á því að velja sér aðstoðarmenn sem eru enn klárari og reynslumeiri á þessum sviðum en hann sjálfur.“ Margrét segir hugsanlega hægt að búa við óhæfan landbúnaðarráðherra, eða kirkjumálaráðherra en ekki sé hægt að hafa óhæfan utanríkisráðeherra á 21. öldinni.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira