Fótbolti

Santos hafnaði tilboði Barcelona í Neymar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Neymar er eftirsóttur
Neymar er eftirsóttur Mynd/Nordic Photos/Getty

Varaforseti brasilíska knattspyrnuliðsins Santos, Odilio Rodrigues, hefur staðfest að félagið hafi hafnað tilboði Barcelona í stórstjörnu sína, Neymar.

Rodrigues viðurkenndi þó að félagið mun halda áfram ræða við Barcelona en hann sagði að félagið ætli einnig að ræða við Real Madrid.

„Ekkert samkomulag hefur náðst um Neymar þó viðræður hafa átt sér stað. Ég talaði við Barcelona í síðustu viku,“ sagði Rodrigues í brasilíska útvarpsstöð.

„Við töluðum mjög opinskátt. Við þurfum ræða betur saman því tilboðið var ekki nógu gott,“ sagði Rodrigues sem reiknar með að heyra frá Real Madrid áður en langt um líður.

„Við vitum að Real Madrid mun líka gera tilboð. Neymar mun velja það lið sem hann vill leika fyrir. Það er skoðun Neymar á þessu sem skiptir öllu máli,“ sagði Rodrigues sem engu að síður virðist sniðugur í því að fá spænsku stórliðin til að bjóða sem hæst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×