Íslenski boltinn

Haukar töpuðu líka stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Hag
Haukamenn fylgdu í fótspor Grindavíkur og Fjölnis þegar þeir töpuðu stigum á heimavelli á móti Leikni í kvöld en liðin mættustu þá á Ásvöllum í 19. umferð 1. deildar karla í fótbolta. Þrjú efstu lið deildarinnar fengu því aðeins eitt stig út úr leikjum sínum í kvöld.

Brynjar Benediktsson tryggði Haukum stig þegar hann jafnaði metin á 69. mínútu en Haukar eru fyrir vikið einu stigi á eftir toppliði Grindavíkur. Brynjar Hlöðversson hafði komið Leikni í 1-0 á 50. mínútu.

Úrslit kvöldsins þýða að Djúpmenn geta náð Grindavík að stigum takist BÍ/Bolungarvík að vinna Víkinga á laugardaginn. Víkingar eru lík að berjast um lausu sætin í Pepsi-deild karla og þessi úrslit í kvöld voru heldur ekki slæm fyrir Fossvogsliðið.

Stig efstu liða í 1. deild karla:

1. Grindavík 36 (+15)

2. Haukar 35 (+11)

3. Fjölnir 34 (+5)

4. BÍ/Bolungarvík 33  (+8)*

5. Víkingur R. 30  (+5)*

6. Leiknir R. 29  (+7)

* Eiga leiki inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×