Lífið

Natalie Portman: Það dreymir alla um að búa í París

Natalie Portman ásamt eiginmanni sínum, franska ballettdansaranum Benjamin Millepied.
Natalie Portman ásamt eiginmanni sínum, franska ballettdansaranum Benjamin Millepied. Nordicphotos/getty
Leikkonan Natalie Portman hyggst flytja búferlum til Parísar ásamt eiginmanni sínum, franska ballettdansaranum Benjamin Millepied, og syni. Í viðtali við tímaritið Marie Claire segist leikkonan hlakka mikið til flutninganna.

„Ég elska París, þetta er einn mest spennandi staður í heimi ... Þegar Ben spurði hvort ég vildi flytja til Parísar, fríkaði ég út. Það dreymir alla um að búa í París,“ sagði leikkonan.

Hún kveðst samræðuhæf í frönsku þó hún tali ekki tungumálið reiprennandi. „Ég get ekki haldið uppi samræðum um heimspeki, en ég er þokkaleg í að spjalla um daginn og veginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.