Enski boltinn

Solskjær sagður hafa hafnað Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Nordic Photos / Getty Images
Enska blaðið The Guardian fullyrðir að Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær muni ekki taka við Cardiff.

Cardiff er nú að leita að nýjum stjóra eftir að Malky Mackay var sagt upp störfum fyrir nokkrum dögum. Solskjær mun hafa verið efstur á óskalista eigandans Vincent Tan.

Mehmet Dalman, stjórnarformaður Cardiff, varðist fregna af málinu eftir 2-2 jafntefli liðsins við Sunderland um helgina en samkvæmt frétt The Guardian mun Solskjær ekki hafa áhuga á að taka að sér starfið.

Cardiff er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig en liðið mætir toppliði Arsenal á nýársdag. Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Cardiff.

Solskjær er fertugur og núverandi knattspyrnustjóri Molde í Noregi. Hann lék í rúman áratug með Manchester United við góðan orðstír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×